Fréttir & viðburðir

13.03.2017Fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði afnumin

Ítalsk-íslenska viðskiptaráðið vekur athygli á tilkynningu fjármálaráðuneytisins um afléttingu hafta. Öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin með nýjum reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál. Þótt höftin hafi verið nauðsynleg hefur hlotist talsverður kostnaður af þeim, sérstaklega til lengri tíma litið. Fyrst um sinn höfðu þau töluverð áhrif á daglegt líf fólks. Atvinnulífið hefur einnig þurft að glíma við takmarkanir á fjárfestingu í erlendri mynt og skilaskyldu gjaldeyris. Einkum hefur það komið sér illa fyrir fyrirtæki í alþjóðlegum viðskiptum og sprotafyrirtæki. Þá hefur höftunum fylgt umsýslukostnaður og ýmis óbeinn kostnaður.

27.02.2017Aðalfundur mánudaginn 27. mars kl. 15:00

Aðalfundur ráðsins verður haldinn mánudaginn 27. mars næstkomandi í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, kl 15:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

19.09.2016Opinn vinnufundur stjórnar og áhugasamra félagsmanna

Félagsmönnum Ítalsk-íslenska viðskiptaráðsins er boðið að mæta á opinn hádegisvinnufund stjórnar Ítalsk-íslenska viðskiptaráðsins miðvikudaginn 21. september kl. 12:00-13:00.

25.08.2016 President of Iceland and Minister of Foreign Affairs sent Letter of Condolence to Italy

Icelandic President Guðni Th. Jóhannesson sent his and the Icelandic nation’s condolences to Italian President Sergio Mattarella and the Italian nation, following yesterday’s deadly earthquake in the Aquila region of central Italy. Minister of Foreign Affairs, Lilja Alfreðsdóttir also sent letter of condolences to Paolo Gentiloni, Minister of Foreign Affairs in Italy and to the Italian nation.

01.09.2014International Chamber Cup 2014

Alþjóðlegt golfmót millilandaráðanna og Viðskiptaráðs fór fram í gær í blíðskaparviðri á Korpúlfsstaðavelli. Í liðakeppni mótsins, Chamber Cup, var keppt um forláta...