Ítalskur viðskiptadagur

Viðskiptadagur Ítalsk-íslenska verslunarráðsin

Verður haldinn, miðvikudaginn 16. júní, á 14. hæð í Húsi verslunarinnar og hefst kl. 15:30

Að vanda verða ræðumenn úr ólíkum áttum á Viðskiptadeginum. Meðal þess sem þeir munu fjalla um er reynsla ítalskra risafyrirtækja af þátttöku í stórverkefnum á Íslandi og mikilvægi matarframleiðslu í héraði, en Ítalir hafa aldalanga hefð fyrir sérhæfðri framleiðslu landbúnaðarvara heima á bæjum. Agriturismo er einmitt að verða einn helsti vaxtarsproti í ferðaiðnaði á Ítalíu, þar sem bændur með gistiaðstöðu bjóða samhliða upp á gnægtarborð eigin framleiðslu matar- og drykkjar. Ljóst er að Íslendingar geta lært margt af Ítölum í þeim efnum.

Endanleg dagskrá verður auglýst innan skamms.

Hátíðarkvöldverður

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og verðandi forsætisráðherra verður heiðursgestur ráðsins á hátíðarkvöldverði á Hótel Holti, 16. júní n.k.  Einnig verður ítalski sendiherrann, Uberto Pestalozza, gestur ráðsins og verður þetta í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í viðburði ÍTÍS eftir að hann tók við af Mochi Onory í fyrra.

Stjörnukokkurinn frá Toskana, Filippo Volpi,  sem hefur unnið á 2ja og 3ja stjörnu veitingastöðum, mun sjá um matargerðina.

Kvöldið hefst með kynningu á ítölskum vínum frá  kl. 18:30-19:30

Verð per mann með vínum er 9.900 kr. Nauðsynlegt er að tilkynna um þátttöku í síma 510 7100 eða lara@chamber.is