Samningaviðræður Íslands við ESB

Morgunverðarfundur  um samningaviðræður Íslands við ESB verður haldinn fimmtudaginn 7.október.  Þetta er kjörið tækifæri fyrir félaga til að ræða og kynna sér, hverju við viljum ná fram og hverjir eiginlegir hagsmunir okkar eru innan Evrópusambandsins. Hér hafa félagar  tækifæri til að kynna sér málið og koma skoðunum sínum á framfæri. 
Á fundinum mun Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands í samningaviðræðum við ESB, kynna stöðu mála en í framhaldi af því verða umræður og fyrirspurnir. 
  
Fundurinn fer fram í Húsi verslunarinnar – hæð 0 gengið inn norðamegin  kl 8.30- 10.00. Aðgangseyrir er ókeypis, en boðið verður upp á kaffi og ávexti

Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig hjá: kristin@chamber.is