Silfurskeiðin á tilboði

Tilboð fyrir félaga  og vini Ítalsk - íslenska viðskiptaráðsins Okkur bauðst að bjóða félögum  og vinum ráðsins matreiðslubókina "Silfurskeiðin" á sérstökum afslætti út nóvember.Hvar: Hjá Bjarti , Bræðarborgarstíg 9 opið frá 9.00-17.00 mán - fös.Leyniorð: Ítalsk íslenska viðskiptaráðiðVerð: 6980.- í stað 9980.- Um bókina sem er 1200 bls: 

Þetta er matreiðslubókin sem Ítalir gefa börnunum sínum til þess að kenna þeim aðferðir foreldra sinna og ömmu og afa – og sýna þeim um hvað ítölsk matargerð snýst í raun og veru.

Hún sýnir hvernig á að matreiða holla og gómsæta máltíð, í fyrsta lagi með því að velja réttu hráefnin og í öðru lagi með að fylgja fjölbreyttum uppskriftum sem geta verið einfaldar eða flóknar, en eru alltaf útskýrðar á skýran og skilmerkilegan hátt. Það er þess vegna sem Silfurskeiðin er vinsælasta matreiðslubókin á Ítalíu, bókin sem á sinn stað í eldhúsinu á hverju heimili, bókin sem er hvað oftast gefin í brúðargjöf.

Bókin er ómissandi fyrir alla þá sem áhuga hafa á matreiðslu og í henni er hulunni svift af þúsundum leyndarmála um hvernig elda á ekta ítalska máltíð.