Vel heppnað alþjóðlegt golfmót

Fimmtudaginn 1. september fór fram alþjóðlegt golfmót millilandaráðanna og Viðskiptaráðs sem haldið var í  GR í Grafarholti. Eins og spáð hafði verið í maí, þá nutu keppendur golfs í blíðskaparveðri á frábærum golfvelli. Það var lið Dansk-íslenska viðskiptaráðsins (sjá mynd) sem bar sigur úr býtum í ár, eftir jafna en harða baráttu.

Í keppni einstaklinga hafði Sólveig Ágústsdóttir hjá Íslandsbanka sigur fyrir besta skor án forgjafar og hlaut að launum flug með Icelandair til Norður-Ameríku. Í keppni með forgjöf hreppti Lárus S. Ásgeirsson fyrsta sætið og hlaut hann einnig flug með Icelandair til Norður-Ameríku að launum. Matthías Matthíasson hjá Eimskip varð í öðru og fékk gjafakörfu frá Ó. Johnson & Kaaber og í 3. sæti var Birgir Bjarnason hjá Íslensku Umboðssölunni, annað árið í röð, og fékk gjafakörfu frá Lýsi.

Þyrluflug fyrir holu í höggi
Verðlaun fyrir holu í höggi var þyrluflug með Norðurflugi fyrir þrjá, en úr því að engum tókst að uppfylla það skilyrði (þrátt fyrir margar góðar tilraunir) var dregið úr skorkortum til að koma vinningnum út.  Hann hlaut Linda Metúsalemsdóttir frá Thule Investments.

Í lok móts voru dregnir út fjöldinn allur af glæsilegum vinningum sem gladdi sérstaklega þá sem státuðu af góðri nýtingu vallar eða öðrum árangri sem ekki var viðurkenndur í hefðbundinni verðlaunaafhendingu. Sérstakar þakkir fá öll þau fyrirtæki sem studdu við mótið.

Við viljum svo draga athygli þeirra sem af því misstu að annað tækifæri verður að ári á sama tíma, en þá er einnig gert ráð fyrir hlýindum og almennri veðurblíðu. Þakkir fyrir veittan stuðning fá: