Ítalskur viðskiptadagur í Reykjavík, þann 12.april kl 16.00

ÍTALSKUR VIÐSKIPTADAGUR

Fimmtudaginn 12. April kl 16.00 -18.00
Á veitingastaðnum Ítalíu, efri hæð

Ítalsk-íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir ítölskum degi á veitingahúsinu Ítalíu, Laugavegi 11. Inntak dagsins er að deila með hvort öðru reynslu af þjóðunum tveim.  Við höfum fengið einstaklinga með reynslu af búsetu á Ítalíu og fáum sögur frá Ítala sem búið hefur hér á landi. Hvað eigum við sameiginlegt, hvað skilur okkur að? Getum við  lært af hvort öðru?

Dagskrá


Opnun Guðjón Rúnarsson ( Flórens) , formaður Ítalsk-íslenska viðskptaráðsins-ÍTÍS

Framsögur:

Ítali í Reykjavik Tino Nardini frá veitingastaðnum Ítalíu
Íslendingur í Bologna  Steinunn Þorarinsdóttir, myndhöggvari
Íslendingur í Napolí Eva María Þórarinsdóttir Lange, Pink Iceland
Íslendingur í Róm Guðni Bragason, fyrrum sendiherra íslands á Ítalíu - lokaroð

Söngfuglarnir Elsa Waage  ( Milanó, Montorfano og Como)   og Valdemar Haukur Hilmarsson  (við Pescara og suður af Sirmione) sjá um tónlistarflutning

Veitingastaðurinn Ítalía býður gestum upp á einstakan matseðil í tilefni dagsins og að sjálfsögðu ítölsk vín  í hæsta gæðaflokki, eftir fundinn

Skráning hjá kristin@chamber.is  fyrir kl 12.00 þann 12. april