Ítalskur viðskiptadagur í Reykjavík, þann 12.april kl 16.00

Þann 12. Apríl síðastliðinn var haldinn ítalskur viðskiptadagur á veitingastaðnum Ítalíu, við Laugaveg í Reykjavík.Íslendingar sem búið höfðu á Ítalíu deildu reynslunni sinni að lifa og hrærast í þessu „stóra safni sögunnar“ (Steinunn Þórarinsdóttir, Bologna). Tino Nardini, eigandi veitingastaðsins „Ítalía“ sagði frá reynslunni sinni að flytja til Íslands og að opna ítalskan veitingastað, á þeim tíma sem ekkert fékkst á Íslandi - hvítkál var eina salatið. „Íslendingarnir mættu bara á staðinn til að geta drukkið áfengi, en voru engir sérstakir vínáhugamenn!” Eva María Þórarinsdóttir, sem ólst upp í Napolí, bar saman íslenskt uppeldi og ítalskt, skólagöngu og fleira. Guðni Bragason fyrrum sendiherra Íslands á Ítalíu býr að þeirri reynslu að hafa opnað sendirráð í Róm og þurft að loka því fimm árum síðar. En unnið er að því að halda í þau tengsl sem sendirráðið myndaði. Gestir skemmtu sér vel við fjölbreyttar sögur um lífið á Ítalíu og Íslandi. Söngfuglarnir Elsa Waage og Valdimar Haukur Hilmarsson sungu ítölsk lög af mikilli tilfinningu og glæsileik.