Vel heppnað golfmót í góðu veðri

Í gær fór fram árlegt alþjóðlegt golfmót Viðskiptaráðs og millilandaráða. Mótið var haldið hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í Grafarholti. Í liðakeppni mótsins, Chamber Cup, var keppt um forlátan farandbikar og náði lið Dansk-íslenska viðskiptaráðsins að verja titilinn frá því í fyrra eftir jafna en harða baráttu.

Í keppni einstaklinga hafði Helgi Anton Eiríksson hjá Iceland Seafood International sigur fyrir besta skor án forgjafar, 80 högg, og hlaut að launum flug með Icelandair til Evrópu. Í keppni með forgjöf hreppti Kristján Daníelsson hjá Kynnisferðum fyrsta sætið og hlaut hann einnig flug með Icelandair til Evrópu að launum.