Ráðstefna í Róm, 9. nóvember 2012

Ítalsk-íslenska viðskiptaráðið halda ráðstefnu í Róm í samstarfi við Sendiráð Íslands. Þar verður m.a. ræddur munurinn á aðferðum við úrlausn fjármálakreppunnar hér á landi og á Ítalíu. 

Hún verður haldin 9. nóvember 2012 klukkan  15.00  hjá ABI (heimilisfang: Piazza del Gesu, 49 IT Rome). 

Meðal þeirra sem flytja erindi eru Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans og Giovanni Sabatini framkvæmdastjóri ABI. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa ráðsins.