Opinn vinnufundur stjórnar og áhugasamra félagsmanna

Opinn vinnufundur stjórnar og áhugasamra félagsmanna

Félagsmönnum Ítalsk-íslenska viðskiptaráðsins er boðið að mæta á opinn hádegisvinnufund stjórnar Ítalsk-íslenska viðskiptaráðsins miðvikudaginn 21. september kl. 12:00-13:00. 

Verkefni tengt orkumálum hefur verið rætt undanfarnar vikur innan stjórnar og mun áætluð ferð til Ítalíu verða rædd á fundinum. Við bjóðum því félagsmönnum að koma inn á þessu stigi ef ske kynni að þeir vilji koma að skipulagningu, hugmyndavinnu eða almennt að tengja sig betur inn á störf stjórnarinnar vetur 2016/2017. 

Fundurinn er haldinn á veitingastaðnum Ítalíu Laugavegi 11 og er skráningarhnappur hér að neðan.