Um okkur

Ítalsk-íslenska viðskiptaráðið

Tilgangur félagsins er að efla viðskipti og efnahagssamvinnu landanna. Félagið mun leitast við að starfa með þeim félögum á Íslandi og í Ítalíu, sem vinna að hliðstæðum verkefnum. Til að stuðla að þessum markmiðum mun félagið, eftir efnum og ástæðum, standa fyrir fræðslufundum og rástefnum og veita upplýsingar um atvinnulíf, fjárfestingarmöguleika og viðskiptamöguleika í Ítalíu og á Íslandi.

Helstu verkefni
Standa að fundum og ráðstefnum um málefni er tengjast viðskiptum á milli landanna.

Skipuleggja heimsóknir aðila úr viðskiptalífi annars ríkisins til hins. 

Að vaka yfir viðskiptalegum hagsmunum félaga sinna jafnt hjá ítölskum sem íslenskum yfirvöldum og opinberum stofnunum.

Veita beina þjónustu skv. ákvörðun stjórnar hverju sinni, s.s. varðandi upplýsingar um viðskiptasambönd, aðstoða við að koma á tengslum milli fyrirtækja, og að safna og miðla upplýsingum um viðskiptalíf landanna.

Stjórn

Guðjón Rúnarsson,Samtök Fjármálafyrirtækja - Formaður

STJÓRNARMENN Á ÍSLANDI:
Ársæll Hardarson,Icelandair
Benedetto Valur Nardini, Atlantik Legal Service
Eva María Þórarinsdóttir,Trúnó/Pink Iceland
Eygló Björk Ólafsdóttir,Móðir Jörð
Jón Þór Grímsson,Landsbankinn
Valdimar Haukur Hilmarsson, Tækni ehf. / Bætir ehf. 

 

STJÓRNARMENN Í ÍTALÌU:
Gianluca Eminente, Unifrigo Gadus
Guðrún Sigurðardóttir, Island Tours
Sigurdur Thorsteinsson, Designgroup Italia