Um okkur.
Ráðið eflir og viðheldur viðskiptatengslum milli Ítalíu og Íslands, ásamt því að efla tengsl á sviðum menntunar, menningar, viðskipta og stjórnmála. Það er tengslanet fyrirtækja, stofnana og einstaklinga og er vettvangur fyrir samskipti við hið opinbera. Ráðið er vettvangur til að fjalla opinberlega um hagsmunamál í viðskiptum Ítalíu og Íslands auk þess að flytja á milli þekkingu, stefnur og strauma í málum er snerta viðskipti milli Ítalíu og Íslands. Ráðið skipuleggur fundi og ráðstefnur er varða almenn málefni landanna tveggja og stendur vörð um viðskiptatengda hagsmuni félaga sinna gagnvart ítölskum og íslenskum yfirvöldum.
Stjórn ráðsins.
Formaður:
Guðrún Sigurðardóttir, Island Tours
Stjórn á Íslandi:
Ársæll Harðarson, Icelandair
Jón Þór Grímsson, Landsbankinn
Valdimar Haukur Hilmarsson, Tækni hf.
Roberto Luigi Pagani, Háskóli Íslands
Sigurjóna Sverrisdóttir, Íslandsstofa
Stjórn á Ítalíu:
Guðrún Sigurðardóttir, Island Tours
Eva María Þórarinsdóttir, Pink Iceland
Ítalsk-íslenska viðskiptaráðið
Hús atvinnulífsins
Borgartúni 35, 5. hæð
105 Reykjavík